Skapandi skólastarf á Menntabúðum Vesturlands

Grunnskóla Borgarfjarðar, Varmalandi, 3. nóvember kl 15:30

Menntabúðir #2 þennan veturinn fara fram í Grunnskóla Borgarfjarðar þann 3. nóvember. Yfirskrift Menntabúðanna er skapandi skólastarf og munu kynningar/umræður snúa að sköpun í skólastofunni.

Kennarar eru hvattir til að skrá sig og um leið hvattir til að segja frá því sem þeir eru að gera dags daglega.

Dagskrá auglýst þegar nær dregur...

Síðast mættu tæplega 80 kennarar af öllum skólastigum, þar af voru um 25 að mæta í fyrsta skipti.

Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru á Menntabúðum #1 á Hellissandi:

Myndir á facebook-síðu Kennarafélags Vesturlands

Dagskrá:

 • 15:30 - Setning - Kynning frá Samtökum Heimilia og skóla
 • 15:55 - Fyrri lota
 • 16:30 - Kaffi og spjall
 • 16:50 - Seinni lota
 • 17:25 - Samantekt og slit

Sólveig Karlsdóttir frá samtökum Heimila og skóla kemur og fjallar um 'Netsiðferði' og kynnir leiðir fyrir kennara til að fræða nemendur um sífellt stærra og mikilvægara atriði sem meðferð samfélagsmiðla og internetsins er.

Kynningar:

 • Micro:Bit - Gulli Smára frá Grunnskólanum í Stykkishólmi kynnir Micro:Bit. Nánar hér
 • Útikennsluverkefni á Varmalandi - Ása Erlingsdóttir kynnir útikennsluverkefni sem hún hefur unnið með nemendum á Varmalandi
 • Sway - Hjálmur kynnir Sway sem er verkfæri til að koma efni frá sér á einfaldan og skemmtilegan hátt, bæði fyrir nemendur og kennara. Nánar hér
 • Stærðfræðikennsla á unglingastigi - Kristinn Sverrisson strærðfræðikennari í Kársnesskóla í Kópavogi kynnir hvernig hann notar iPad með sínum nemendum og kynnir meðal annars vinnu með Moodle, Showbie og Explain Everything.
 • Samþætting tónmenntar við önnur fög - Elín Halldórsdóttir úr Snælandsskóla kemur og fjallar um það hvernig hún hefur nýtt spjaldtölvu til að samþætta tónmenntarkennslu við önnur fög.

--||--     --||--     --||--     --||--     --||--    --||--

"Það er leikur að læra" í Grunnskóla Snæfellsbæjar, Hellissandi 29. september.

Heimamenn stefna að því að toppa veitingamenninguna okkar með því að bjóða uppá dýrindis sjávarréttarsúpu.

Að þessu sinni verða Menntabúðirnar nánast eingöngu 'hands-on' þannig að þátttakendur verða nær allan tímann að prófa og fikta í kennslufræðilegum hlutum (sjá yfirlit yfir kynningar hér fyrir neðan). Kennarar eru hvattir til að dreifa auglýsingu til leikskólakennara á Vesturlandi því margar af þessum kynningum henta vel á leikskólastigi

Dagskráin er sú sama og venjulega, þ.e. tvo holl af kynningum með kaffipásu á milli.

 • 15:30 - Setning og kynning á dagskrá
 • 15:40 - Kynningar og fikt I
 • 16:20 - Sjávarréttasúpa, kaffi og spjall
 • 16:40 - Kynningar og fikt II
 • 17:25 - Samantekt og slit

Að Menntabúðum loknum eru kennarar hvattir til að gera sér ferð í verslunina Blómsturvelli.

Kynningar:

--||-- --||-- --||-- --||-- --||-- --||----||-- --||-- --||-- --||-- --

Fyrirhuguð dagskrá Menntabúða Vesturlands veturinn 2016-2017

Við höldum áfram að byggja upp sterkt lærdómssamfélag meðal kennara á Vesturlandi á komandi starfsári. Stefnt er að því að halda Menntabúðir Vesturlands skv. eftirfarandi dagskrá veturinn 2016-2017:

 • Fimmtudaginn 29. sept í Grunnskóla Snæfellsbæjar, Hellissandi (staðfest)
 • Fimmtudaginn 3. nóvember í Grunnskóla Borgarfjarðar, Varmalandi (staðfest)
 • Fimmtudaginn 25. janúar ??
 • Þriðjudaginn 14. mars í Grunnskólanum í Stykkishólmi
 • Miðvikudaginn 25. apríl í Heiðarskóla, Hvalfjarðarsveit

Þetta er gert með fyrirvara um samþykki skólastjórnenda í ofangreindum skólum.

Eftir móttökur Borgnesinga í vor er eðlilega mikil pressa á komandi gestgjöfum. Markmiðið er alltaf að gera betur!

Sjáumst hress á Menntabúðum í vetur

Menntabúðir Vesturlands verða haldnar í Borgarnesi, þriðjudaginn 26. apríl í Borgarnesi kl 15:30-17:30

Skráning er hafin og dagskráin verður að vanda smekkfull.

DAGSKRÁ

15:30 - Setning

 • Björn Gunnlaugsson er verkefnastjóri spjaldtölvuinnleiðingar Kópavogsbæjar. Hann ætlar að segja frá því hvernig gengið hefur að innleiða um 3600 spjaldtölvur í grunnskólum bæjarins.

15:55 - Fyrri lota

 • KeyWe
 • OSMO og HUEPro lampinn
 • Water around us
 • Lesskilningur án bóka

16:30 - Kaffi og spjall

16:50 - Seinni lota

 • Stafræn borgaravitund
 • IÐN
 • Nám á nýjum nótum
 • Lesskilningur án bóka

17:25 - Samantekt og slit

Lýsing á málstofum

 • KeyWe í skólastofunni Hjördís Grímarsdóttir, kennari í Grundaskóla, hefur verið að nota KeyWe forritið hans Ólafs Stefánssonar upp a síðkastið og ætlar að sýna afrakstur þeirrar vinnu og stjórna umræðum um KeyWe
 • Osmo og HUEPro lampinn Guðrúna Anna og Kristín Helga, kennarar við Grunnskóla Snæfellsbæjar, verða með 'hands-on' vinnu með Play Osmo go HUEPro lampann og sýna hvernig þær nota þessi skemmtilegu tæki í kennslu.
 • IÐN Hulda Hrönn Sigurðardóttir og Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, kennarar við Grunnskólann í Borgarnesi, fjalla um iðnaðarverkefni sem grunnskólinn hefur unnið í samstarfi við fyrirtæki í bæjarfélaginu.
 • Nám á nýjum nótum Anna María Þorkelsdóttir, kennari við Hólabrekkuskóla í Reykjavík, segir frá því hvernig kennarar hafa unnið að breyttum áherslum á nám nemenda þar sem lögð er áhersla á samvinnu, samþættingu námsgreina, list- og verkgreinar og nýtt námsmat.
 • Water around us Helga Stefanía Magnúsdóttir, Magrét Skúladóttir og Inga Margrét Skúladóttir, kennarar í Grunnskólanum í Borgarnesi, fjalla um Erasmus+ samvinnuverkefni 7 skóla í 6 löndum sem þær hafa tekið þátt í
 • Stafræn borgaravitund Sigurður Haukur Gíslason, kennsluráðgjafi í Kópavogi, leiðir umræður um stafræna borgaravitund og hvernig við sem kennarar getum burgðist við auknu áreiti sem stafar af samfélagsmiðlum. Samhliða aukinni netaðsókn og með stórbættu netaðgengi eiga hversdagsleg samskipti manna sér stað öðruvísi en áður. Í siðrænu tilliti gengur þó ekki að láta anda og óreglu hins villta vesturs gilda um netlíf manna.
 • Lesskilningur án bóka. Eyþór Bjarki og Kristín Björk, kennsluráðgjafar í Kópavogi, sýna verkefni sem hafa það sem markmið að efla og þroska lesskilning á skapandi og lifandi hátt og ætla að sýna fram á að hægt er að vinna með lesskilning án blaðs og blýants.

Þriðju Menntabúðir Vesturlands verða haldnar í Grunnskólanum í Stykkishólmi þriðjudaginn 1. mars næstkomandi kl 15:30.

Að vanda er af nægu að taka og í þetta sinn eru kennarar af Snæfællsnesi fyrirferðamiklir í kynningum, enda hellingur af spennandi skólaþróunarverkefnum að gerast í grunnskólunum þar.

Dagskrá Menntabúðanna

15:30 - Setning

 • Hjálmur Dór kennari í Heiðarskóla og stofnandi Menntabúða Vesturlands kynnir fyrirkomulagið og heldur stutta tölu um þróun tæknimála í skólastarfi

15:50 - Fyrri lota

 • Office365 og Onenote Class notebook
 • Byrjendalæsi
 • Mystery skype

16:20 - Kaffi og spjall

16:40 - Seinni lota

 • Minecraft í kennslu
 • Áhugasviðsverkefni í ensku
 • Osmo

17:10 - Samantekt og slit

Lýsing á málstofum:

 • Office 365 og Onenote Class notebook - Hjálmur Dór fjallar um innleiðingarferli Office365 í Heiðarskóla og hvernig nemendur á miðstigi notfæra sér skýjalausnir Microsofthugbúnaðarins, m.a. Onenote Class notebook
 • Osmo - Leiktu við skjáinn - hugsaðu út fyrir rammann. Osmo er margverðlaunað leikja- og kennslutæki fyrir iPad. Hægt er að spila fjóra leiki með grunnsettinu, Tangram, Words, Newton og Masterpiece. Osmo tækið getur hjálpað yngstu börnunum að efla hreyfifærnina, rökhugsun, minni og fleira. Sjá nánar hér https://tackk.com/j63th3
 • Byrjendalæsi - Ásdís Árnadóttir kennari í Grunnskólanum í Stykkishólmi fjallar um sýna upplifun í Byrjendalæsi - gæti ekki hugsað mér að kenna án þess! Fræðsla, spjall, spil og fleira. Sjón er sögu ríkari!
 • Mystery skype -Eygló Bára Jónsdóttir og Theódóra Friðbjörnsdóttir, Grunnskóla Snæfellsbæjar, kynna Mystery skype og spjalla um möguleika þess í kennslu. Mystery skype hefur notið mikilla vinsælda erlendis og er smátt og smátt að festa rætur hér á landi. Virkilega skemmtilegur leikur sem nýtist vel í samfélagsfræðikennslu.
 • Minecraft í kennslu - Gunnlaugur Smárason kennari í Grunnskólanum í Stykkishólmi mun kynna verkefnabók í Minecraft sem hann hefur verið að búa til. Hugmyndir af verkefnum verða til umfjöllunar ásamt því mun hann sýna hvað nemendur hafi verið að gera á miðönninni.
 • Áhugasviðsverkefni í ensku - Þóra Margrét Birgisdóttir kennari í Stykkishólmi kynnir verkefni sem unnið er með nemendum 9.bekkjar. Nemendur velja sér efni sem þeir hafa áhuga á og fá frjálsar hendur með kynningu á efninu. Markmiðin með áhugasviðsverkefninu er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum, leyfa þeim að láta hugmyndaflugið ráða för og ekki síst auka ábyrgð þeirra á eigin námi.

Mælum með að fólk lesi hugleiðinguna á þessari síðu þar sem m.a. er að finna hugleiðingu um það hvaða hæfni nemendur 21. aldarinnar þurfa, hvernig starf kennarans kemur til með að breytast á komandi árum og einnig myndina sem er í lógó komandi menntabúða.

Hvað eru menntabúðir?

Menntabúðir eru kjörið tækifæri fyrir kennara að sameina krafta sína og miðla hugmyndum. Hugmyndin er ekki að kennarar komi og hlýði á aðra kennara tala um það sem þeir eru að gera heldur eru Menntabúðir í grunninn samkoma til að mynda og styrkja tengslanet.

Forsenda menntabúða er að kennarar séu tilbúnir að deila með sér því sem þeir eru að gera, verkefnum, hugmyndum eða hugmyndafræði. Hér fyrir neðan er linkur á skráningarform þar sem þið skráið ykkur í menntabúðirnar. Þar getið þið tekið fram hvort þið hafið áhuga á því að vera með stutta kynningu - endilega skráið ykkur og hjálpumst að við að sameina krafta okkar kennara á Vesturlandi.

Menntabúðir Vesturlands verða haldnar í annað sinn þann 22. október í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. Að þessu sinni verður yfirskriftin 'úr ýmsum áttum' og því má gera ráð fyrir því að allir kennarar finni eitthvað við sitt hæfi.

Dagskrá Menntabúða í Heiðarskóla:

Að venju verður Menntabúðunum skipti í tvær lotur með góðu kaffihléi á milli.

15:30 - Setning

 • Már Ingólfur Másson og Leifur Viðarsson kennarar við Vallaskóla á Selfossi kynna Námsefnisbankann (sjá myndband neðar á síðunni).

16:00 - Fyrri lota

 • Minecraft - námsapp eða leikur?
 • Veflæg forrit og notkun þeirra í skólastofunni
 • Stærðfræðikennsla á yngsta stigi
 • Duolingo

16:35 - Kaffi

16:50 - Seinni lota

 • Byrjendalæsi
 • Hvernig stuðlum við að auknu sjálfstæði nemenda í námi?
 • Námsumsjónarkerfi - Hvað er best að nota?
 • Notkun iPad í stærðfræðikennslu á miðstigi
 • Quizlet

17:25 - Samantekt og slit

Listi yfir umræðuefni:

 • Byrjendalæsi Umræður um byrjendalæsi og kosti þess. Umræðuvettvangur fyrir kennara sem nota byrjendalæsi í kennslu sinni. Hér verður enginn sérstakur stjórnandi heldur gert ráð fyrir að kennarar komi og deili sinni reynslu með öðrum.
 • Minecraft - námsapp eða leikur? Gunnlaugur Smárason, kennari í Stykkishólmi, leiðir umræður um Minecraft og möguleika þess í kennslu. Einnig verður hægt að spjalla um forritunarkennslu við Gunnlaug sem hefur verið að prófa sig áfram í þeim efnum
 • Stærðfræðikennsla á yngsta stigi Nanna María, úr Brekkubæjarskóla, ætlar að tala um stærðfræðikennslu á yngsta stigi. Nanna mun deila hugmyndum að verkefnum og spjalla um fjölbreyttar leiðir að því að nálgast mismunandi viðfangsefni. Hvetjum alla kennara á yngsta stigi til að kynna sér starf Nönnu og koma einnig með hugmyndir og spurningar.
 • Quizlet Svanborg Tryggvadóttir og Eygló Bára Jônsdóttir ætla að segja fŕá því hvernig þær nýta sér Quizlet forritið í kennslu. Sjá quizlet.com
 • Hvernig stuðlum við að auknu sjálfstæði nemenda í námi? Örn Arnarson, Heiðarskóla, stýrir umræðum um það hvernig kennarar geta stuðlað að auknu sjálfstæði nemenda í námi.
 • Veflæg forrit og notkun þeirra í skólastofunni Hugrún Elísdóttir kennari í Grunnskóla Snæfellsbæjar spjallar um nokkur veflæg forrit og hvernig nýta má þau í kennslustofunni. Meðal þess sem Hugrún talar um er connectfour (Útsvarsleikurinn) og Tagxedo
 • Notkun spjaldtölva í stærðfræðikennslu á miðstigi Dagbjört Lína Kristjánsdóttir, kennari í Grundarfirði, hefur verið að prófa sig áfram með iPad í stærðfræðikennslu. Hún hefur verið að láta nemendur útbúa kennslumyndbönd um það efni sem þau hafa verið að fjalla um. Lína deilir reynslu sinni af þessum verkefnum.
 • Námsumsjónarkerfi - Hvað er best að nota? Mörg mismunandi námsumsjónarkerfi eru notuð í íslenskum skólum í dag. Anna María Þorkelsdóttir, Hólabrekkuskóla í Reykjavík, fer í gegnum kosti og galla mismunandi námsumsjónarkerfa
 • Duolingo Þetta frábæra app, og vefsvæði, hefur farið sigurför um heiminn síðustu misseri og er gríðarlega mikið notað í tungumálakennslu. Örn Arnarson ætlar að kynna hvernig hægt er að gera tungumálakennslu áhugaverða og skemmtilega á einfaldan hátt. Sjá kynningarmyndband hér fyrir neðan.

Fyrstu Menntabúðirnar verða haldnar í Brekkubæjarskóla á Akranesi þann 16. apríl og hefjast kl 15:30

Listi yfir kynningar:

 • Sjónarhorn nemandans - Logi Örn Ingvarsson og Kristján Elí Hlynsson, Heiðarskóla, sýna og útskýra verkefni sem þeir hafa unnið á iPad í Heiðarskóla og svara spurningum um notkun iPad í skólanum.
 • iPad í náttúrufræðikennslu - Ingibjörg Stefánsdóttir, Grundaskóla, ræðir um notkunarmöguleika iPad í náttúrufræðikennslu
 • Forritunarkennsla í grunnskóla - Nanna María Elfarsdóttir, Brekkubæjarskóla, segir frá reynslu sinni af forritunarkennslu í grunnskóla
 • Tækni og tungumálakennsla - Þorbjörg Guðmundsdóttir, Grunnskólanum í Grundarfirði, kynnir nokkur skemmtileg öpp sem hægt er að nota í tungumálakennslu s.s. Comic life, Paper Camera og iMovie.
 • Tækni í stærðfræðikennslu - Örn Arnarson og Einar Sigurðsson, Heiðarskóla, spjalla um nokkur öpp og lýsa því hvernig tæknin hefur hjálpað þeim í stærðfræðikennslu á unglingastigi.
 • ChromeBook og Google Apps For Education - Hugrún Elísdóttir, Grunnskólanum í Grundarfirði, fjallar um Chromebook tölvuna og notagildi hennar í námi auk þess að kynna GAFE og hvernig það er notað í hennar skóla

Dagskrá

Menntabúðum er skipt í tvær lotur þar sem mismunandi kynningar fara fram, sjá að neðan. Á milli þeirra er svo ríflegur kaffitími þar sem kennarar geta komið saman og myndað og/eða styrkt tenglanet sín í milli.

15:30: Setning

15:40: Fyrri lota

 • Sjónarhorn nemandans
 • Tækni og tungumálakennsla
 • Chromebook og Google Apps for Education
 • iPad í náttúrufræðikennslu

16:15: Kaffi

16:40: Seinni lota

 • Sjónarhorn nemandans
 • Tækni og tungumálakennsla
 • Chromebook og Google Apps for Education
 • Tækni í stærðfræðikennslu
 • Forritunarkennsla í grunnskóla

17:15: Samantekt og slit

Einhverjar spurningar? Pælingar? Hugmyndir? Sendu línu...

Comment Stream